Sport

Conor vildi veðja við White um hvenær hann rotar Mendes

Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar
Conor og Dana White.
Conor og Dana White. vísir/getty
Það verður ekki tekið af Íranum og Íslandsvininum Conor McGregor að hann er með sjálfstraustið í lagi.

Hann er svo öruggur með sjálfan sig fyrir bardagann gegn Chad Mendes á laugardag að hann var til í að veðja við forseta UFC, Dana White, um hvenær hann myndi rota Mendes.

„Þessi drengur er ekkert eðlilega öruggur með sig. Ég trúi varla að ég sé að segja þetta en hann var til í að veðja 3 milljónum dollara á að hann myndi rota Mendes í annarri lotu," sagði White en það gera 300 milljónir íslenskra króna.

„Ég hef alveg gaman af því að veðja en ég veit ekki hvort ég hef svona gaman af því. Það er heillandi hvað Conor er öruggur með sig. Hann er einstakur og heillandi karakter. Það er gaman að hlusta á hann og enn skemmtilegra að horfa á hann."

Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×