Vann með Reykjavíkurdætrum: „Ógeðsleg“ mesta áskorunin frá upphafi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 16:59 Þrettán Reykjavíkurdætur auk Kylfunnar eiga texta í laginu. Vísir Antonía Lárusdóttir, ljósmyndari, sem sá um upptöku, klippingu og vinnslu tónlistarmyndbandsins Ógeðsleg með Reykjavíkurdætrum og Kylfunni segir verkefnið hafa verið sína stærstu áskorun hingað til. Þetta kemur fram í færslu á vefsíðu hennar. „Mér finnst eins og ég sé loksins tilbúin til að deila reynslu minni af erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við hingað til. Tónlistarmyndband sem ég fékk þann heiður að búa til fyrir Reykjavíkurdætur, hljómsveit sem ég hef starfað með í nokkrum verkefnum á síðasta ári eða þar um bil.“ Antonía segir að eftir að hafa kynnst nokkrum Reykjavíkurdætra náið hafi hún orðið gáfaðri og séð lífið með opnari huga. „Þær hafa allar svo sterka sjálfsvitund og mér finnst það sjást í myndbandinu. Það er raunverulega ástæðan á bakvið það að þetta sjö mínútna myndband er ekki leiðinlegt heldur áhugavert ferðalag frá upphafi til enda.„Þetta er barnið mitt“ Hún segir verkefnið hafa reynt á þolrifin. „Tveir dagar af upptökum, einn ellefu klukkustunda tökudagur og sá seinni um sjö klukkustundir og svo beint í að klippa.“ Hún þurfti að vinna nótt og dag við að klippa. Antonía segist í færslunni hafa varið tveimur nóttum uppi í rúmi með nóg af koffíni við vinnu. Hún segir þó að leikstjóri myndbandsins, Sólveig Pálsdóttir, og tvær rappettur hafi verið henni til halds og trausts. Heimildir Vísis herma að þar hafi verið á ferð þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir eða MC Blær og Salka Valsdóttir eða Bleach pistol. „Ég hefði ekki getað gert þetta án þeirra stuðnings. Eftir vægt taugaáfall kláraði ég að klippa myndbandið bara hálftíma áður en ég þurfti að mæta til vinnu og eftir vinnu fór ég beint í frumsýningarpartýið. Ég hef aldrei lagt jafnmikið á mig fyrir neitt á ævinni. Þetta er barnið mitt.“ Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Antonía Lárusdóttir, ljósmyndari, sem sá um upptöku, klippingu og vinnslu tónlistarmyndbandsins Ógeðsleg með Reykjavíkurdætrum og Kylfunni segir verkefnið hafa verið sína stærstu áskorun hingað til. Þetta kemur fram í færslu á vefsíðu hennar. „Mér finnst eins og ég sé loksins tilbúin til að deila reynslu minni af erfiðasta verkefni sem ég hef tekist á við hingað til. Tónlistarmyndband sem ég fékk þann heiður að búa til fyrir Reykjavíkurdætur, hljómsveit sem ég hef starfað með í nokkrum verkefnum á síðasta ári eða þar um bil.“ Antonía segir að eftir að hafa kynnst nokkrum Reykjavíkurdætra náið hafi hún orðið gáfaðri og séð lífið með opnari huga. „Þær hafa allar svo sterka sjálfsvitund og mér finnst það sjást í myndbandinu. Það er raunverulega ástæðan á bakvið það að þetta sjö mínútna myndband er ekki leiðinlegt heldur áhugavert ferðalag frá upphafi til enda.„Þetta er barnið mitt“ Hún segir verkefnið hafa reynt á þolrifin. „Tveir dagar af upptökum, einn ellefu klukkustunda tökudagur og sá seinni um sjö klukkustundir og svo beint í að klippa.“ Hún þurfti að vinna nótt og dag við að klippa. Antonía segist í færslunni hafa varið tveimur nóttum uppi í rúmi með nóg af koffíni við vinnu. Hún segir þó að leikstjóri myndbandsins, Sólveig Pálsdóttir, og tvær rappettur hafi verið henni til halds og trausts. Heimildir Vísis herma að þar hafi verið á ferð þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir eða MC Blær og Salka Valsdóttir eða Bleach pistol. „Ég hefði ekki getað gert þetta án þeirra stuðnings. Eftir vægt taugaáfall kláraði ég að klippa myndbandið bara hálftíma áður en ég þurfti að mæta til vinnu og eftir vinnu fór ég beint í frumsýningarpartýið. Ég hef aldrei lagt jafnmikið á mig fyrir neitt á ævinni. Þetta er barnið mitt.“
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira