Innlent

Gunnar Bragi truflaði Sigmund í tvígang yfir leiknum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra færði strákunum í íslenska landsliðinu sínar bestu hamingjuóskir í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann var viðstaddur leikinn ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fleirum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra virðist þó hafa truflað áhorf Sigmundar í tvígang, en fyrir það kann Sigmundur honum bestu þakkir, því í báðum tilvikum skoraði íslenska liðið.

Til hamingju strákar og til hamingju Ísland! Frábært lið og mögnuð frammistaða. Einnig finnst mér ég þurfa að nefna...

Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 12. júní 2015
Ísland vann 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld sem þýðir að íslensku strákarnir eru nú með 15 stig í riðlinum.

Sigmundur Davíð var á Laugardalsvelli í kvöldvísir/ernir
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lét einnig sjá sig.vísir/ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×