Innlent

Álftin fræga á Hrísatjörn varð fyrir strætisvagni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/gva
Önnur álftin á Hrísatjörn í Svarfaðardal drapst í gær eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni. Ekki er ljóst hvort um sé að ræða karl- eða kvenfuglinn er að ræða en hjónin hafa undanfarið spókað sig á tjörninni með að minnsta kosti þrjá unga.

Álftirnar öðluðust landsfrægð árið 2013 þegar álftin gat ekki haldið í sér köldu vori og verpti á ís Hrísatjarnar. Svo mikla athygli vöktu hjónin að þau birtust á forsíðu Morgunblaðsins. Gunnsteinn Þorgilsson bóndi á Sökku brást fljótt við og byggði álftinni hreiður úr hálmi þar sem þau hjónin komu sér vel fyrir og komu sér upp hópi af ungum.

Álftir parast til langframa og þær nota oft sama hreiðurstæðið ár eftir ár. Kvenfuglinn ungar út eggjunum meðan karlinn stendur vakt og hjónin sjá saman um að ala önn fyrir ungunum. Ef annar makinn deyr, getur eftirlifandi fugl parað sig aftur og haldið óðalinu, að því er segir á vef Náttúruminjasafns Íslands.

Sú sorgarfrétt hefur flogið um Svarfaðardal að önnur álftirn á Hrísatjörn hafi verið keyrð niður af strætó í gær. Ekki...

Posted by Náttúrusetrið á Húsabakka on 12. júní 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×