Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2015 18:00 Myndin sýnir sviðsett heimilisofbeldi og sýnir ekki aðila málsins. vísir/getty Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira