Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2015 18:00 Myndin sýnir sviðsett heimilisofbeldi og sýnir ekki aðila málsins. vísir/getty Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira