Innlent

Hlutverk háskóla að skapa umhverfi sem laðar fram ögrandi spurningar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor Háskóla Íslands.
Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor Háskóla Íslands. vísir/stefán
Kristín Ingólfsdóttir flutti í dag síðustu brautskráningarræðu sína við Háskóla Íslands. Hún hefur verið rektor skólans síðustu 10 ár en lætur af störfum í lok næsta mánaðar. Kristín kvaddi í dag 2081 kandídat frá öllum fræðasviðum skólans en aldrei hafa fleiri útskrifast frá Háskóla Íslands. og í upphafi ræðunnar ræddi fráfarandi rektor um hlutverk háskóla í samfélaginu:

„Hlutverk háskóla er að skapa umhverfi sem laðar fram ögrandi spurningar, hvetur til þróunar nýrra hugmynda og þenur út mörk þekkingarinnar. Umfram allt eiga háskólar að næra forvitni.“

Þá lagði Kristín sérstaka áherslu á mikilvægi nýsköpunar í starfi skólans og fagnaði því að Vísindagarðar Háskóla Íslands væru orðnir segull fyrir nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðlastarfsemi.

Rektor vakti einnig sérstaka athygli á samvinnu ólíkra fræðigreina í rannsóknum og nýsköpun. Benti Kristín á að þetta væri þróun sem nú ætti sér stað alls staðar í heiminum við úrlausn verkefna sem snerta til dæmis heilsufarsógnir, loftslagsbreytingar og fæðuöryggi.


Tengdar fréttir

Aukið vísindasamstarf við Kína

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf.

Metur möguleika metárganga mikla

Tæplega 2.800 manns munu útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í dag. Í Laugardalshöllinni mun Háskóli Íslands brautskrá 2.098 nemendur og í Hörpu mun Háskólinn í Reykjavík útskrifa 553 nemendur. Í báðum tilfellum er um metfjölda að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×