Innlent

Æfingareldflaug festist í veiðarfæri

Eldflaugin sem festist í veiðarfærinu
Eldflaugin sem festist í veiðarfærinu MYND/LHG
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag tilkynning um torkennilegan hlut sem kom upp með veiðarfærum skips sem var á veiðum í Jökuldýpi.

Haft var samband við vakthafandi sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar sem staðfesti af myndum af dæma að um æfingareldflaug var um að ræða.

Æfingareldflaugar eru ekki með með sprengjuhleðslu en hætta getur stafað af mótornum.

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar mun fjarlægja eldflaugina þegar skipið kemur til hafnar. Mikilvægt er fyrir sjófarendur að tilkynna slíkan fund tafarlaust til Landhelgisgæslunnar þar sem að sérfræðingar ganga úr skugga um hvort að hætta stafi af hlutnum eða ekki og gefa ráðleggingar varðandi framhaldið, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Oft getur verið erfitt að greina á milli hvort um æfingareldflaug er að ræða eða ekki og getur þurft að opna hana til þess að tryggja að engin hætta sé á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×