Varaþingmaður Pírata vændur um að vera lögreglumaður 21. júní 2015 10:51 Jóhann spyr sig hvort fólk telji í lagi að áreita lögreglumenn, það er að segja - alvöru lögreglumenn. Vísir/Andri Marínó „Ég var nú bara í venjulegum bol. Ég æfi reyndar kraftlyftingar og það má vel vera að fólk hafi haldið að ég væri lögga út af því,“ segir Jóhann Haukur Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, sem varð fyrir töluverðu áreiti í nótt af hálfu tónlistargesta á Secret Solstice sem margir hverjir töldu hann vera óeinkennisklæddan lögreglumann. Jóhann segist hafa verið í mestu makindum að njóta tónlistarinnar á hátíðinni þegar fólk tók að vinda sér upp að honum og væna hann um að vera að fylgjast með sér. Hann hafi komið algjörlega af fjöllum enda sjálfur óbreyttur gestur á tónlistarhátíðinni. Alls hafi hann fjórum sinnum þurft að svara spurningum frá ásakandi tónlistargestum áður en hann hafi labbað úr þvögunni og tyllt sér á nærliggjandi bekk. „Þá gekk upp að mér strákur og hreytti í mig: „Ertu lögga?“ Þegar ég neitaði því og spurði hvers vegna hann héldi það sagði strákurinn að honum hafi verið sagt það,“ segir Jóhann. Áreitið ágerðist eftir því sem leið á kvöldið og segir Jóhann að það hafi endað með því að kærustupar króaði hann úti í horni, „með ofbeldisfullum töktum“ og látið hann heyra það fyrir að vera óeinkennisklæddur lögreglumaður sem hann kannaðist ekkert við.Margt var um manninn á hátíðinni í gærVísir/Andri MarínóGrunar að myndum af sér hafi verið dreift Þegar þar var komið við sögu segist Jóhann hafa verið orðinn mjög smeykur og ákveðið að yfirgefa tónleikasvæðið enda hafi hann ekki talið sig lengur öruggan. „Mér leið eiginlega í fyrsta skipti eins og ég væri sætasta stelpan í bænum. Ég veit ekki hvernig er best að koma því í orð en ég var bara í sannleika sagt mjög hræddur,“ segir Jóhann og þakkar fyrir að hafa verið allsgáður Jóhann spyr sig hvernig svo margir mismunandi gestir tónlistarhátíðarinnar skuli hafa haldið að hann væri í dulargervi á hátíðinni. Tónleikasvæðið sé mjög stórt og sama hvert á svæðinu hann hafi farið hafi alltaf einhver hnippt í hann og grunað hann um græsku. Jóhann telur að myndum af sér hljóti að hafa verið dreift á netinu meðal tónleikagesta sem hann segir töluvert meðvitaða um borgaraleg réttindi sín á útihátíðum sem þessum í kjölfar herferðar Snarrótarinnar. „Það kemur eiginlega fátt annað til greina enda var alltaf einhver, sama hvar ég var á tónleikasvæðinu, sem sagði mig vera óeinkennisklæddan lögreglumann og var handvisst um að þekkja mig,“ segir Jóhann. Hann ætlar þó ekki að láta upplifun næturinnar á sig frá heldur mæta ótrauður á hátíðina seinni partinn til að sjá Charles Bradley og goðsagnakenndu reggíhljómsveitina The Wailers. „Ég ætla að taka strákinn minn, fimm ára, með mér á eftir og ég vona bara að ég þurfi ekki að óttast eitthvað samskonar áreiti á eftir – sonar míns vegna,“ segir Jóhann Haukur Gunnarsson. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Ég var nú bara í venjulegum bol. Ég æfi reyndar kraftlyftingar og það má vel vera að fólk hafi haldið að ég væri lögga út af því,“ segir Jóhann Haukur Gunnarsson, varaþingmaður Pírata, sem varð fyrir töluverðu áreiti í nótt af hálfu tónlistargesta á Secret Solstice sem margir hverjir töldu hann vera óeinkennisklæddan lögreglumann. Jóhann segist hafa verið í mestu makindum að njóta tónlistarinnar á hátíðinni þegar fólk tók að vinda sér upp að honum og væna hann um að vera að fylgjast með sér. Hann hafi komið algjörlega af fjöllum enda sjálfur óbreyttur gestur á tónlistarhátíðinni. Alls hafi hann fjórum sinnum þurft að svara spurningum frá ásakandi tónlistargestum áður en hann hafi labbað úr þvögunni og tyllt sér á nærliggjandi bekk. „Þá gekk upp að mér strákur og hreytti í mig: „Ertu lögga?“ Þegar ég neitaði því og spurði hvers vegna hann héldi það sagði strákurinn að honum hafi verið sagt það,“ segir Jóhann. Áreitið ágerðist eftir því sem leið á kvöldið og segir Jóhann að það hafi endað með því að kærustupar króaði hann úti í horni, „með ofbeldisfullum töktum“ og látið hann heyra það fyrir að vera óeinkennisklæddur lögreglumaður sem hann kannaðist ekkert við.Margt var um manninn á hátíðinni í gærVísir/Andri MarínóGrunar að myndum af sér hafi verið dreift Þegar þar var komið við sögu segist Jóhann hafa verið orðinn mjög smeykur og ákveðið að yfirgefa tónleikasvæðið enda hafi hann ekki talið sig lengur öruggan. „Mér leið eiginlega í fyrsta skipti eins og ég væri sætasta stelpan í bænum. Ég veit ekki hvernig er best að koma því í orð en ég var bara í sannleika sagt mjög hræddur,“ segir Jóhann og þakkar fyrir að hafa verið allsgáður Jóhann spyr sig hvernig svo margir mismunandi gestir tónlistarhátíðarinnar skuli hafa haldið að hann væri í dulargervi á hátíðinni. Tónleikasvæðið sé mjög stórt og sama hvert á svæðinu hann hafi farið hafi alltaf einhver hnippt í hann og grunað hann um græsku. Jóhann telur að myndum af sér hljóti að hafa verið dreift á netinu meðal tónleikagesta sem hann segir töluvert meðvitaða um borgaraleg réttindi sín á útihátíðum sem þessum í kjölfar herferðar Snarrótarinnar. „Það kemur eiginlega fátt annað til greina enda var alltaf einhver, sama hvar ég var á tónleikasvæðinu, sem sagði mig vera óeinkennisklæddan lögreglumann og var handvisst um að þekkja mig,“ segir Jóhann. Hann ætlar þó ekki að láta upplifun næturinnar á sig frá heldur mæta ótrauður á hátíðina seinni partinn til að sjá Charles Bradley og goðsagnakenndu reggíhljómsveitina The Wailers. „Ég ætla að taka strákinn minn, fimm ára, með mér á eftir og ég vona bara að ég þurfi ekki að óttast eitthvað samskonar áreiti á eftir – sonar míns vegna,“ segir Jóhann Haukur Gunnarsson.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira