Innlent

Sumarsólstöðum fagnað við Stonehenge og í Laugardal

Ekki einungis drúídar létu sjá sig við Stonehenge í morgun.
Ekki einungis drúídar létu sjá sig við Stonehenge í morgun. Vísir/EPA
Sumarsólstöður munu eiga sér stað í dag klukkan sextán þrjátíu og átta. Þá hefst sumar á norðurhveli.

Sólhvörf eiga sér stað þegar sól fer lengst frá miðbaugi himins til norðurs eða suðurs eða þegar möndulhalli jarðar hallar eins mikið og mögulegt er í átt að sólu.

Sólstöður að sumri og vetri hafa markað djúp spor og mannkynssögunni, allt frá fornöld til dagsins í dag.

Þannig söfnuðust tuttugu og þrjú þúsund manns saman við Stonehenge í Wiltskíri á Bretlandi við sólarupprás á lengsta degi ársins.

Undir trommuslætti beindu margir snjallsímum að þessum sögulega minnisvarða og margir stigu dans í kringum risavaxna steina Stonehenge.

Fjölmennasta sólstöðu-hátíð Íslendinga er vafalaust Secret Solstice-tónlistarhátíðin í Laugardalnum en um tíu þúsund manns munu í kvöld hrista skankana fram eftir nóttu á þessum lengsta degi ársins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×