Innlent

400 mál á borð lögreglu á Bíladögum

Gissur Sigurðsson skrifar
Yfir 200 bílar mældust á of miklum hraða í færanlegri myndavél lögreglunnar. Mynd úr safni.
Yfir 200 bílar mældust á of miklum hraða í færanlegri myndavél lögreglunnar. Mynd úr safni. Vísir/Auðunn
Síðustu gestir á Bíladögum á Akureyri um helgina heldu til síns heima í gærkvöldi og færðist friður yfir daginn. Lögreglan skráði yfir 400 mál, sem hún hafði þurft að hafa afskipti af, lang flest tengd umferðinni og hávaða í bílum sem voru að reykspóla hér og þar um bæinn.

Meðal annars mældust yfir 200 bílar á of miklum hraða í færanlegri myndavél lögreglunnar. Ekkert alvarlegt slys varð þó um helgina og í það heila tekið voru þessir bíladagar ekkert verri en sambærilegir dagar undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×