Innlent

Slökkvilið kallað út til að bjarga ketti

Gissur Sigurðsson skrifar
Kötturinn forðaði sér upp í tré undan tveimur aðkomuhundum sem eltu hann.
Kötturinn forðaði sér upp í tré undan tveimur aðkomuhundum sem eltu hann. Vísir/Stefán
Kallað var á slökkvilið að húsi í Garðabæ í gærkvöldi þar sem dauðskelkaður köttur hafði klifrað  upp  í hátt tré og þorði ekki niður. Hann hafði forðaði  sér  upp í tré,  undan  tveimur aðkomuhundum, sem eltu hann. 



Slökkviliðsmenn mættu með stiga til þess að ná í köttinn, en áður en til þess kæmi barst þeim tilkynning um sinubruna í  Óbrynnishólum  við  Krísuvíkurveg  og héldu þeir þegar á vettvang. Þar reyndist aðeins loga í rusli.

Það verður kannað með morgninum hvort kisi er ekki kominn niður úr trénu. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×