Innlent

Illa þefjandi reykur á skurðdeildum Landspítalans

Gissur Sigurðsson skrifar
Grjónapúði ofhitnaði í býtibúri spítalans.
Grjónapúði ofhitnaði í býtibúri spítalans. Vísir/GVA
Sllökkviliðið  á höfuðborgarsvæðinu var kallað á Landsspítalanum við Hringbraut um klukkan þrjú í nótt þegar illa þefjandi reykur tók að berast um hjarta-, lungna-, og augnskurðdeild spítalans.



Brátt kom í ljós að engin eldur logaði, heldur hafði grjónapúði, sem verið var að hita í  býtibúri  deildarinnar, ofhitnað með þessum afleiðingum. Ofninn var þegar aftengdur og þurfti ekki að rýma deildina. Slökkviliðið reykræsti hana og varð engum meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×