Innlent

Ákærður fyrir tilraun til manndráps með flökunarhníf í Laugarneshverfinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árásin átti sér stað í íbúð við Laugarnesveg í Laugardalnum.
Árásin átti sér stað í íbúð við Laugarnesveg í Laugardalnum. Vísir/GVA
Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa að morgni mánudagsins 29. september í fyrra veist að íbúa í Laugarneshverfinu með hníf en mennirnir eru kunningjar á svipuðum aldri.

Árásin átti sér stað í eða við anddyri kjallaraíbúðar fórnarlambsins við Laugarnesveg í Reykjavík. Er maðurinn sakaður um að hafa veist að manninum með flökunarhnífi með 15 cm blaði, brugðið hnífnum eða stungið í átt að hálsi og vanga hans vinstra megin. Skar hann manninn í kinnina og rak svo í vinstri lófa mannsins þegar hann reyndi að verja sig.

Hlaut maðurinn 15 cm skurð sem náði frá eyra niður á höku vinstra megin og 3 cm skurð í lófa vinstri handar. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×