Innlent

Ökumaður undir áhrifum ók út af á Hellisheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er gjör ónýtur.
Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er gjör ónýtur. Vísir/Páll
Svo vel vildi til, að sögn lögreglu, þegar ungur ökumaður undir áhrifum fíkniefna sofnaði undir stýri á bíl sínum á Hellisheiði í gærkvöldi, að bíllinn fór hægra megin út af veginum en ekki til vinstri inn á akrein umferðarinnar  á móti. 

Bíllinn virðist hafa verið á mikilli ferð og lenti hann fyrst á grjóthrúgu, sem þar er vegna framkvæmda, en hélt þaðan í loftköstum langt út fyrir veg uns hann staðnæmdist, gjör ónýtur. Á leiðinni munaði minnstu að hann lenti á stórri gröfu, sem stóð utan vegar.

Ökumaðurinn slapp hins vegar ómeiddur en loftköstin voru svo mikil á bílnum að verkfæri, sem voru í skottinu voru komin fram í bílinn. Ýmiskonar fíkniefni mældist í þvagi mannsins.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×