Innlent

Slösuð göngukona sótt á Esju

Bjarki Ármannsson skrifar
Konan meiddist á ökkla og verður flutt til læknis.
Konan meiddist á ökkla og verður flutt til læknis. Vísir/GVA
Björgunarsveitir og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins eru nú að sækja göngukonu sem meiddist á ökkla þegar hún var á göngu í hlíðum Esju.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var konan þá stödd við brúna á vinsælustu gönguleiðinni á fjallið. Verður farið með konuna á hjólabörum niður á bílastæðið við rætur Esjunnar þar sem sjúkrabíll bíður þess að flytja hana undir læknishendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×