Innlent

Íslenskir feður í níunda sæti

Snærós Sindradóttir skrifar
Réttur íslenskra feðra til töku fæðingarorlofs er sá níundi mesti á meðal OECD-ríkjanna. Fá OECD-ríki greiða foreldrum full laun á meðan á fæðingarorlofi stendur.

Fæðingarorlof hefur almennt lengst innan OECD-ríkjanna en þó eru undantekningar þar á; orlof mæðra hefur styst í Þýskalandi og Tékklandi síðan árið 1990.

Þá hefur fæðingarorlof feðra verið stytt í Austurríki og Danmörku síðan um aldamótin.

Fæðingarorlof feðra þekktist ekki innan OECD-ríkjanna fyrir árið 1970 og framþróun reyndist hæg í þessum efnum. Meðaltal feðraorlofs innan OECD-ríkjanna var 3,4 vikur um aldamótin en er nú níu vikur.

Róttækasta breytingin á feðraorlofi innan OECD-ríkjanna átti sér stað í Suður-Kóreu og Japan árið 2008 og 2010. Þar hafa feður heilt ár í fæðingarorlof, eða 52 vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×