Innlent

Veifaði eggvopni í Njarðvík: „Annaðhvort sveðja eða stór hnífur“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum
Maður ógnaði tveimur mönnum í íbúðahverfi í Innri-Njarðvík í gærkvöldi. Gekk hann á eftir bifreið þeirra og sveiflaði eggvopni. Sagt var frá málinu á RÚV.

„Það liggur nú ekki fyrir hvort þetta var sveðja eða rosa stór hnífur. Ég veit ekki hvar mörkin liggja,“ segir Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

„Þeir áttu í einhverjum deilum þessir menn og einn þeirra brá á það ráð að elta bifreið hinna og vera með ógnandi tilburði um leið. Þegar hann missti af bílnum fleygði hann hnífnum og hvarf á braut.“

Jóhannes segir að ekki sé ljóst hvað olli atvikinu en að lögreglan fylgja því eftir og komast að því hvað átti sér stað.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×