Innlent

Könnun MMR: Píratar mælast enn stærstir

Atli Ísleifsson skrifar
Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata. Vísir/Vilhelm
Píratar mælast enn stærstir í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Fylgi Pírata mælist nú 32,4 prósent, borið saman við 34,5 prósent í síðustu könnun.

Í könnuninni kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi nú mælst 23,3 prósent, borið saman við 21,2 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,6 prósent borið saman við 11,8 prósent í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,5 prósent, borið saman við 11,1 prósent í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,0 prósent, borið saman við 11,3 prósent í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 6,8 prósent, borið saman við 6,7 prósent í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2 prósent.

Könnunin var gerð á tímabilinu 16. til 24. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×