Innlent

Margar leiðir eingöngu færar vönu göngufólki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Fimmvörðuhálsi á dögunum
Frá Fimmvörðuhálsi á dögunum Mynd/Klemenz G. Klemenzson
Nú er búið að opna nokkra hálendisvegi, meðal annars inn í Dreka og Kverkfjöll og Kjalveg að norðanverðu.

Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg benda á að aðstæður á hálendinu eru um margt harla óvenjulegar og erfiðari en oft áður á þessum árstíma.

Mikill snjór er víða bæði á vegum og gönguleiðum. Þeir sem aka um hálendið ættu því að kynna sér vel aðstæður en slíkt má gera á hálendiskorti Vegagerðar.

Þeir sem hyggja á gönguferðir ættu að hafa í huga að snjór er víða mjög þungur og blautur. Gönguleiðir sem síðustu sumar hafa verið vel færar á þessum tíma eru því eingöngu færar vönu og vel búnu göngufólki.

Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðar, www.vegagerdin.is, á www.safetravel.is sem og á upplýsingaskjám Safetravel á viðkomustöðum ferðafólks víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×