Innlent

Tólf milljónum ríkari eftir lottóútdrátt kvöldsins

Birgir Olgeirsson skrifar
12 milljóna pottur fór út í lottói kvöldsins.
12 milljóna pottur fór út í lottói kvöldsins. Vísir/Valli
Einn vinningshafi nædi sér í allan pottinn í lottóútdrætti kvöldsins og fær rúmlega 12,3 milljónir króna að launum. Maðurinn var með miða í áskrift að því er fram kemur á vef Íslenskrar getspár.

Þar að auki voru þrír sem skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rétt tæplega 95 þúsund krónur, tveir miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík.   Einn stálheppinn spilari sem keypti sér miða á heimasíðunni, lotto.is var með allar fimm tölurnar í réttri röð í Jóker og fær fyrir það tvær milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×