Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júní 2015 16:00 Strákarnir unnu í Ísrael. vísir/eva Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli. Handbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira
Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2016. Sigurinn var nauðsynlegur til að halda vonum Íslands um að komast í lokakeppnina í Póllandi á lífi. Ef Svartfjallaland vinnur Serbíu síðar í dag er Ísland komið áfram í lokakeppnina en að öðru kosti verður leikur Íslendinga og Svartfellinga í Laugardalshöllinni á sunnudag úrslitaleikur um sæti á EM. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem mikið gekk á á báðum endum vallarins náði Ísland tökum á leiknum með góðum kafla á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn með fimm marka forystu og jókst hún jafnt og þétt. Sigur Íslands var aldrei í hættu. Fyrri hálfleikur var furðulegur. Staðan var 2-1, Íslandi í vil, eftir tíu mínútna leik en þá voru markverðir beggja liða búnir að reyna skot. Björgvin Páll Gústavsson fór meira að segja út á móti Oren Meirovich, markverði Ísrael, sem var kominn inn á línuna í hraðaupphlaupi heimamanna snemma í leiknum. Meirovich var annars okkar mönnum erfiður í upphafi leiks, sér í lagi fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni sem nýtti aðeins tvö af fyrstu sjö skotum sínum í leiknum. Þar að auki varði varamarkvörðurinn Eldar Shikloshi vítakast frá fyrirliðanum. Guðmundur Árni Ólafsson og Stefán Rafn Sigurmannsson áttu góða innkomu á síðustu tíu mínútum leiksins. Þeir nýttu öll færin sín og skoruðu samanlagt sjö mörk. Það kom Íslandi á bragðið. Þegar strákarnir náðu svo áttum í varnarleiknum þá fór markvarsla Björgvins að fylgja með og Ísland refsaði með nokkrum auðveldum mörkum. Það gaf okkar mönnum fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur í síðari hálfleik. Strákarnir gerðu sitt og nýttu sóknirnar sínar vel. Ísraelar gerðu sín mistök og drógust sífellt meira aftur úr. Munurinn var orðinn tíu mörk eftir rúmar 40 mínútur en mestur varð hann tólf mörk. Það var svo aðeins formsatriði að klára leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson nýtti tækifærið sem hann fékk í dag afar vel og var hann markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Guðmundur Árni Ólafsson kom næstur með sex. Margir fengu að spreyta sig í dag og nokkrir nýttu tækifærið ágætlega. Björgvin Páll átti góðan leik í markinu en íslenska vörnin sá oft til þess að hann fékk auðveld skot á sig. Þá vakti athygli að Aron Pálmarsson skoraði ekki en hann spilaði engu að síður vel framan af leik og opnaði mörg færi fyrir félaga sína. Leikmenn verða þó ekki dæmdir af þessum leik en því er fyrst og fremst fagnað að verkinu sé lokið með tveimur stigum á útivelli.
Handbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Sjá meira