Innlent

Ungur þjálfari veiktist á æfingu og lést næsta dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þorsteinn var 37 ára gamall.
Þorsteinn var 37 ára gamall. Mynd/Fylkir
Þorsteinn Elías Þorsteinsson, einn þjálfara Fylkis, lést á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Fylkis.

Þorsteinn þjálfaði þriðja flokk kvenna í knattspyrnu en veiktist alvarlega á æfingu á sunnudaginn síðastliðinn. „Stúlkur á æfingu komu Þorsteini til hjálpar og sóttu aðstoð í Árbæjarþrek. Veitt var fyrsta hjálp og honum komið undir læknishendur,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt mbl.is var banamein hans heilablóðfall. 

„Barna- og unglingaráð og stjórnendur í Fylki boðuðu til fundar á sunnudagskvöldinu með þeim sem vitni urðu að atvikinu og aðstandendum. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, var viðstaddur fundinn. Áfram verður lögð áhersla á að hlúa að þeim sem komu að málinu.

Starfsfólk Fylkis vill koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda og vina Þorsteins. Hugur okkar er hjá þeim sem hafa um sárt að binda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×