Heilsa

Þorbergur Ingi meðal bestu utanvegahlaupara heims

Elísabet Margeirsdóttir skrifar
Ísland sendi á dögunum í fyrsta sinn lið á heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum en það var haldið þann 30. maí síðast liðinn. Hlaupið  fór fram í Annecy í Frakklandi og var 85 km langt og heildarhækkun um 5300 metrar. Þeir Guðni Páll Pálsson, Örvar Steingrímsson og Þorbergur Ingi Jónsson skipuðu liðið og við hittum þá stuttu eftir heimkomu.

Þeir voru sáttir með árangurinn í þessu sterka og erfiða hlaupi og Þorbergur Ingi sýndi að hann er í heimsklassa þegar kemur að fjallahlaupum en hann endaði í 9. sæti á 8 klukkutímum og 47 mínútum.

Þetta var lengsta og erfiðasta keppnishlaup þeirra allra og reyndi á ýmsa þætti til að komast alla leið í mark. Lið Frakklands sigraði hlaupið í öllum flokkum og er ýmislegt sem reynsluminni Íslendingarnir geta lært af þeim. Strákarnir voru sammála um að það væri fremur erfitt að undirbúa sig fyrir svona hlaup á Íslandi yfir vetrartímann. Þeir stefna þó allir á lengri utanvegahlaup í framtíðinni og Þorbergur Ingi hefur fengið boð um að keppa í Ultravasan þann 22. ágúst en það er sterkasta utanvegahlaup Svíðþjóðar.

Nánari upplýsingar um árangur liðsfélaganna má finna á Facebook síðu þeirra


Tengdar fréttir

Þorbergur Ingi sló brautarmetið

Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur í mark í Laugarvegshlaupinu sem hófst í morgun. Hann hljóp kílómetrana 53 á nýju brautarmeti.

Stefna á 85 kílómetra hlaup

Elísabet Margeirsdóttir er með frábær innslög í Íslandi í dag þar sem fjallað er um hinar ýmsu útivistaríþróttir. Áhorfendur fá að kynnast fólki sem stundar þær af einskærri ástríðu en einnig þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×