Innlent

Tekinn með rúmlega eitt kíló af hassi á Keflavíkurflugvelli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Efnið var falið í ferðatösku mannsins.
Efnið var falið í ferðatösku mannsins. Mynd/Lögreglan
Karlmaður á þrítugsaldri var fyrr í mánuðinum stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hann var 1,2 kíló af hassi falið í ferðatösku sinni.

Maðurinn er grænlenskur ríkisborgari. Hann kom frá Danmörku þann 3. júní og átti bókað flug sama dag til Grænlands. Aðspurður sagðist hann ætla að nota hassið til eigin nota og mögulegrar sölu í Grænlandi.

Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins sem nú er lokið og hefur málið verið sent til ákæruvaldsins.

Í tilkynningu segir að þetta sé í annað sinn á skömmum tíma sem tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðva farþega með hass í fórum sínum. Karlmaður á fertugsaldri var tekinn með tæp 800 grömm af efninu í byrjun maí. Hann var einnig að koma frá Danmörku og var á leiðinni til Grænlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×