Endurskoðun laga um aðstoð við gjaldþrota heimili frestað Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2015 19:15 Endurskoðun á lögum um fjárhagsaðstoð við heimili sem neyðast til að fara í gjaldþrotaskipti mun ekki fara fram á þessu þingi en stefnt var að endurskoðun þeirra fyrir síðustu áramót. Um helmingur þeirra sem óskað hefur eftir aðstoðinni hefur verið hafnað Í janúar í fyrra voru sett lög um fjárhagsaðstoð við skuldsett heimili sem neyðast til að óska eftir gjaldþrotaskiptum á búi sínu og nemur aðstoðin 250 þúsund krónum sem leggja þarf fram sem tryggingu þegar óskað er gjaldþrots. Valgerður Bjarnadóttir sagði á Alþingi í dag um helming þeirra sem óskað hafi eftir þessari aðstoð hafa fengið synjun. Því væri augljóst að lögin hafi ekki virkað enda hafi átt að endurskoða þau um síðustu áramót. Enn bólaði hins vegar ekkert á frumvarpi frá félagsmálaráðherra. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra boðar að frumvarp um þetta komi fram á haustþingi þar sem skilyrðum fyrir aðstoð verði breytt. „Þá hef ég núna undirritað reglugerð sem heimilar stjórn Íbúðalánasjóði að afskrifa það sem stendur umfram virði eigna á þremur árum í stað fimm. Ég vona að fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn þá einhverja kröfu á sig skoði þann möguleika og óski eftir að sjóðurinn felli það niður,“ segir Eygló. Þá sé komið til móts við þá sem búa í eigin eignum eftir að hafa misst þær á nauðungarsölu í nýju frumvarpi um húsnæðisbætur. „Ég verð að segja það virðulegur forseti að mér finnst það bara lélegt að ráðherrann komi hér og segi að þetta verði á næstu þingmálaskrá. Það þýðir á þingmálaskránni sem lögð verður fram haustið 2015. Það stendur í þessum lögum að það eigi að endurskoða þau fyrir árslok 2014. Ég svo sem lýsi ekki yfir neinum vonbrigðum yfir því vegna þess að ég átti svo sem ekkert vona á að staðið yrði vel að þessum málum. En þetta er náttúrlega ákaflega lélegt hæstvirtur ráðherra,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Endurskoðun á lögum um fjárhagsaðstoð við heimili sem neyðast til að fara í gjaldþrotaskipti mun ekki fara fram á þessu þingi en stefnt var að endurskoðun þeirra fyrir síðustu áramót. Um helmingur þeirra sem óskað hefur eftir aðstoðinni hefur verið hafnað Í janúar í fyrra voru sett lög um fjárhagsaðstoð við skuldsett heimili sem neyðast til að óska eftir gjaldþrotaskiptum á búi sínu og nemur aðstoðin 250 þúsund krónum sem leggja þarf fram sem tryggingu þegar óskað er gjaldþrots. Valgerður Bjarnadóttir sagði á Alþingi í dag um helming þeirra sem óskað hafi eftir þessari aðstoð hafa fengið synjun. Því væri augljóst að lögin hafi ekki virkað enda hafi átt að endurskoða þau um síðustu áramót. Enn bólaði hins vegar ekkert á frumvarpi frá félagsmálaráðherra. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra boðar að frumvarp um þetta komi fram á haustþingi þar sem skilyrðum fyrir aðstoð verði breytt. „Þá hef ég núna undirritað reglugerð sem heimilar stjórn Íbúðalánasjóði að afskrifa það sem stendur umfram virði eigna á þremur árum í stað fimm. Ég vona að fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn þá einhverja kröfu á sig skoði þann möguleika og óski eftir að sjóðurinn felli það niður,“ segir Eygló. Þá sé komið til móts við þá sem búa í eigin eignum eftir að hafa misst þær á nauðungarsölu í nýju frumvarpi um húsnæðisbætur. „Ég verð að segja það virðulegur forseti að mér finnst það bara lélegt að ráðherrann komi hér og segi að þetta verði á næstu þingmálaskrá. Það þýðir á þingmálaskránni sem lögð verður fram haustið 2015. Það stendur í þessum lögum að það eigi að endurskoða þau fyrir árslok 2014. Ég svo sem lýsi ekki yfir neinum vonbrigðum yfir því vegna þess að ég átti svo sem ekkert vona á að staðið yrði vel að þessum málum. En þetta er náttúrlega ákaflega lélegt hæstvirtur ráðherra,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira