Innlent

Fundur fólksins í beinni: Framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna, ferðaþjónusta og aðallinn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu.
Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu. Vísir/Pjetur
Fundur fólksins er þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin dagana 11. til 13. júní. Hægt er að sjá beina útsendingu frá viðburðinum hér að neðan en sent er úr hátíðarsal Norræna hússins.

„Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti eru leiðarstefið,“ segir á síðu viðburðarins. „Hátíðin er vettvangur til fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra.“

Dagskrá dagsins í hátíðarsal:

10:00 – 11:00 – Ferðalag um ferðaþjónustuna Hátíðarsalur Norræna hússins.

Rannsóknarmiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum.

11:00 – 12:00 – Aðallinn og lýðurinn – umræða um nýjan samfélagssáttmála. Hátíðarsalur Norræna hússins.

Dr. Antoni Abat Ninet, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi. Íslenskir fræðimenn ræða við Antoni og svara spurningum gesta. Fer fram á ensku.

12:00 – 13:30 – Framtíðarsýn leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ræða um framtíð Íslands.

14:00 – 16:00 – Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum.

Hátíðarsalur Norræna hússins.

ASÍ og Starfsgreinasambandið standa fyrir málþingi þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×