Innlent

Tugmilljóna tjón á varðskipunum

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Kruzenshtern siglir utan í skipin.
Kruzenshtern siglir utan í skipin. mynd/Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Tjónið á varðskipunum Þór og Tý hleypur á tugum milljóna en rússneska skólaskipið Kruzenshtern sigldi á skipin í gær. Lögregla rannsakar málið.

Rússneska fjórsiglda seglskipið Kruzenshtern sigldi á varðskipin Tý og Óðin í gær þegar það var að sigla frá Reykjavíkurhöfn og olli töluverðu tjóni. Skipin eru ósjófær og því er Ægir eina íslenska varðskipið sem er sjófært fram yfir helgi. „Í staðinn fyrir að snúast og stefna hérna út fyrir bryggjuna þá kom það á ferð og með stefnið hérna inn í varðskipið Tý og Þór,” segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, Framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar.

Skemmdirnar á skipunum eru töluverðar.Tvö göt eru ofarlega á Þór, skrokkurinn á Þór gekk inn ofan við sjólínu stjórnborðsmegin þegar varðskipið skall utan í bryggjuna við áreksturinn. Skoða þarf hvort skrokkur skipsins sé sprunginn. Á Tý brotnaði frammastrið og göt eru ofarlega á skipinu bakborðsmegin auk ýmsissa minni skemmda. Landhelgisgæslan fer fram á að tryggingarfélag seglskipsins bæti tjónið.

„Það er verið að skoða málin með tryggingarfélagi rússneska skólaskipsins Kruzenshtern sem er rússnesk trygginarfélag. Það verður gerð krafa um að tryggingarfélagið bæti tjónið,” segir Ásgrímur.

Skólaskipið liggur nú við akkeri utan við höfnina.

„Við gerum ráð fyrir að það geti farið um leið og skýrslutökum hefur lokið og það liggur fyrir að tryggingarfélagið ábyrgist greiðslur fyrir tjónið.”

„Lögreglan í Reykjavík hefur með rannsókn málsins að gera og hefur verið viðeigandi aðila í skýrslutöku bæði í gær og í dag.”
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.