Innlent

Kvennahlaupið fer fram í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Kvennahlaupinu 2012.
Frá Kvennahlaupinu 2012.
Einn stærsti almenningsíþróttaviðburður Íslands á hverju ári, Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ, fer fram í 26. skipti í dag. Hlaupið verður um land allt og víða um heim.

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að þær fari á sínum eigin hraða og komi í mark með bros á vör.

Skráningar í hlaupið er ekki þörf heldur þarf að mæta á hlaupastað og kaupa sér bol. Þátttökugjald er 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri og 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri.

Öldrunarheimili víðsvegar um land hafa boðið sínu heimilisfólki að taka þátt í Kvennahlaupinu í þessari viku. Mikil stemming hefur myndast hjá heimilisfólki og hafa allir verið virkjaðir. Karlmennirnir hafa tekið á móti konunum og veitt þeim verðlaunapeninga. Sumstaðar er boðið upp á harmonikkuleik.

Fjölmennustu hlaupin eru í Garðabæ og er hlaupið þar kl. 14:00, Mosfellsbæ, hlaupið er þar kl. 11:00, Akureyri, hlaupið er frá Sólúrinu í Kjarnaskógi kl. 11:00 en það er ný staðsetning.

Hér er hægt að kynna sér hlaupastaði og tímasetningar á www.kvennahlaup.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×