Innlent

Hópslagsmál í miðborginni í nótt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ktd
Einn var fluttur á slysadeild eftir að hópslagsmál brutust út í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þegar lögreglan mætti á staðinn til að stilla til friðar lá einn maður í jörðinni með áverka á andliti og höndum. Einn var handtekinn vegna málsins og fluttur á lögreglustöð.

Þá var annar maður fluttur á slysadeild eftir ráðast var á hann um klukkan hálf fjögur í nótt. Árásarmaðurinn náði hins vegar að flýja. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×