Innlent

Alþingi kemur saman um klukkan þrjú

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Áætlað er að Alþingi komi saman um klukkan þrjú í dag til að ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfallsaðgerða Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fyrstu umræðu lauk á ellefta tímanum í gærkvöld.

Nú í hádeginu afgreiddi allsherjar- og menntamálanefnd frumvarpið en hyggst ætla að taka sér tíma til að skrifa sitt nefndarálit. Frumvarpið var samþykkt nánast óbreytt. Búist er við að það verði að lögum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að því að frumvarpið verði að lögum síðar í dag.

Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, var boðuð á fund allsherjar- og menntamálanefndar en hún segist eiga von á því að boða til fundar í deilunni fljótlega eftir helgi.

Búið er að seinka þingfundi til klukkan 15.45. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. 

div class='visir-iframe'>< iframe src='http://player.netvarp.is/althingi-beta/' width='100%' height='100%' frameborder='0' scrolling='no' allowTransparency allowfullscreen seamless>< /iframe>< /div>



Fleiri fréttir

Sjá meira


×