Innlent

Tveir spörkuðu í liggjandi mann

Samúel Karl Ólason skrifar
Tilkynnt var um tvo karlmenn sem köstuðu bekk út í Reykjavíkurtjörn.
Tilkynnt var um tvo karlmenn sem köstuðu bekk út í Reykjavíkurtjörn. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás um klukkan fjögur í nótt. Þar voru tveir menn sagðir sparka í annan sem lá í götunni. Í dagbók lögreglunnar segir að árásarmennirnir hafi verið farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og er málið í skoðun.

Skömmu áður var tilkynnt um tvo karlmenn sem köstuðu bekk út í Reykjavíkurtjörn. Þeir voru einnig horfnir þegar lögregluþjónar komu að tjörninni. Lögreglan segir að nokkuð hafi verið um pústra á milli manna og útköll vegna ölvunarástands í miðborginni.

Í dagbók lögreglu segir að tveir ökumenn hafi verið handteknir vegna gruns um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Einn var grunaður um ölvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×