Innlent

Vagnstjóri fær ekki nafn farþega sem kvartaði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Vagnstjóri hjá Strætó bs fær ekki upplýsingar um farþega sem kvartaði undan honum á síðasta ári. Hann leitaði til Persónuverndar sem féllst ekki á kröfu hans. Þeir sem sinni þjónustustörfum fyrir almenning verði að geta þurft að þola athugasemdir við þjónustuna. Þá verði viðskiptavinir að fá ákveðið svigrúm til athugasemda, án þess að þeir séu nafngreindir sérstaklega í því samhengi. 

Forsaga málsins er sú að í júní 2014 barst Strætó kvörtun frá farþega í gegnum ábendingakerfi fyrirtækisins þar sem bílstjórinn var sagður hafa gert ótímabært hlé á akstri. Bílstjórinn var ósáttur við athugasemdina en tók Strætó skýringar hans ekki til greina. Þess í stað var hann beðinn um að „taka sér ekki aftur hlé sem þetta“.

Í kjölfarið, eða um fjórum mánuðum síðar, óskaði bílstjórinn eftir upplýsingum um farþegann sem lagði inn kvörtunina. Strætó hafnaði þó beiðni mannsins. Hann kvartaði þá til Persónuverndar þar sem hann krafðist þess að fá upplýsingar um farþegann auk upplýsinga um sig í ábendingakerfi Strætó. Kröfu hans var hafnað, því ekki verði séð með hvaða hætti vitneskja mannsins um farþegann gagnist honum og verður því ekki séð að hann hafi ríka hagsmuni af vitneskjunni, að því er segir í úrskurðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×