Innlent

Ákærður fyrir gripdeild og þjófnað

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrirtaka í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Óðni Frey fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fyrirtaka í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Óðni Frey fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Óðni Frey Valgeirssyni. Er Óðinn ákærður fyrir þjófnað í Reykjavík á nokkurra mánaða tímabili í fyrra.

Fyrsta brotið átti sér stað samkvæmt ákæru í verslun Hagkaupa í Skeifunni þriðjudaginn 11. mars í fyrra þar sem hann á að hafa stolið 2 pökkum af hárlit, samtals að verðmæti 3.998 krónum.

Hann er síðan sakaður um að hafa stolið sex pakkningum af lærissneiðum, að verðmæti 5.971 krónum, í verslun Bónuss í Kjörgarði viku síðar.

Sama dag á hann að hafa stolið fimm stykkjum af vítamíni, að verðmæti 12 þúsund krónum, í verslun Nóatúns í Nóatúni.

Mánuði síðar á hann að hafa stolið matvöru í sömu verslun að verðmæti 5.891 krónum.

28. september síðastliðinn á hann samkvæmt ákæru lögreglustjórans að hafa stolið vörum, samtals að verðmæti 71.6197 krónum, í verslun Iðu við Lækjargötu.

Ellefu dögum síðar var hann á ferð í verslun Nettó á Granda, samkvæmt ákæru, þar sem hann er sakaður um að hafa stolið matvöru að verðmæti 1.023 krónum.

Degi síðar á hann að hafa stolið vörum samtals að verðmæti 10.772 krónum í verslun Nóatúns í Grafarholti.

Þá er hann einnig sakaður um að hafa stolið kjúklingabringum að óþekktu magni í verslun Nóatúns í JL-húsinu sunnudaginn 19. Október.

Sama dag á hann að hafa hrifsað áfengsflösku úr hillu á bar Hótels Plaza við Aðalstræti og hlaupið með hana út. Samkvæmt ákæru handtók lögreglan Óðinn skömmu seinna á skemmtistaðnum Frederiksen og er hann sagður hafa haft flöskuna í sinni vörslu.

30. júní í fyrra var Óðinn Freyr dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu. Samkvæmt dómnum svipti Óðinn Freyr konu á þrítugsaldri frelsi, hélt henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótaði henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann.

Sjá einnig: Sextán mánaða fangelsi fyrir frelsissviptingu

Árið 2011 hafði Hæstiréttur sýknað Óðinn af ákæru um árás á sextán ára gamla stúlku á göngustíg í Laugardal.

Sjá einnig: Þriggja ára fangelsisdómi snúið við í Hæstarétti

Uppfært klukkan 13:18:

Óðinn Freyr játaði við fyrirtöku í morgun og hlaut 30 daga fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×