Þingflokkur Pírata sakar Morgunblaðið um að skrumskæla sannleikann Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2015 14:35 Þingflokkur Pírata vísir/vilhelm Vegna áframhaldandi fréttaflutnings Morgunblaðsins, af mætingu þingmanna Pírata á nefndafundi, vill þingflokkur Pírata í nafni gegnsæis birta bréfið sem þingflokkurinn sendi ritstjórn Morgunblaðisins 20. maí síðastliðinn með ósk um andsvör á forsíðu Morgunblaðsins. Segir flokkurinn í orðsendingu til fjölmiðla að halda verði því til haga að þingmenn flokksins aðhyllist ekki leyndarhyggju um störf sín á þingi. „Helgi Hrafn hefur til að mynda ítrekað hvatt til þess að fundir fastanefnda verði haldnir í heyranda hljóði og munu þingmenn flokksins skýra og lýsa hugmyndum sínum enn frekar um opnari og gegnsærri þingstörf á komandi vikum,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Fyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins 20. maí síðastliðinn var „Píratar mæta verst“ en þingflokkurinn sagði hana efnislega ranga og óskaði eftir því að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins sem má lesa hér fyrir neðan:Á grundvelli 36. gr. fjölmiðlalaga óskar þingflokkur Pírata eftir að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins vegna rangrar fréttar og sér í lagi efnislega rangrar fyrirsagnar á forsíðu blaðsins í dag.Þar sem um fyrirsögn á forsíðu er að ræða er enn brýnna fyrir þingflokkinn að staðhæfing fyrirsagnarinnar verði leiðrétt með jafn áberandi hætti, það er, á forsíðu blaðsins og með sömu dreifingu og blað gærdagsins fékk.Fyrirsögnin „Píratar mæta verst“ á forsíðunni er efnislega röng enda mæta þingmenn Pírata ekki verst á fundi fastanefnda. Meðaltalsfundasókn þingmanna flokksins er 46.6 fundir og eru þingmenn flokksins ekki með lægsta meðaltal fundasóknar þegar lagðar eru saman þær tölur sem blaðið birtir á síðu 20. Þá hafa í það minnsta tólf þingmenn annarra flokka sótt færri nefndafundi en sá þingmaður Pírata sem er með lökustu mætingu.Í fréttinni segir einnig að Píratar skipi neðstu sætin í mætingu hjá sex af átta fastanefndum þingsins. Þetta er mikil skrumskæling á sannleikanum. Í fyrsta lagi eiga Píratar aðeins fast sæti í þremur af átta fastanefndum þingsins og rétt hefði verið að láta það fylgja fréttinni. Hið rétta er því að Píratar eru með slökustu mætingu í einni af fastanefndum sem þeir eiga sæti í; umhverfis- og samgöngunefnd. Þrátt fyrir að Jón Þór hafi einungis mætt á tvo af þrjátíu fundum nefndarinnar hefur hann mætt á 23 fundi í öðrum nefndum sem haldnir eru á sama tíma og fundir umhverfis og samgöngunefndar. Það gefur augaleið að Jón Þór getur ekki verið á tveimur stöðum í senn.Þrátt fyrir að mbl.is hafi brugðist ágætlega við tilkynningu þingflokksins í kjölfar fréttarinnar í dag, verður ekki litið framhjá þeim röngu staðhæfingum sem fram koma á forsíðu blaðsins. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Vegna áframhaldandi fréttaflutnings Morgunblaðsins, af mætingu þingmanna Pírata á nefndafundi, vill þingflokkur Pírata í nafni gegnsæis birta bréfið sem þingflokkurinn sendi ritstjórn Morgunblaðisins 20. maí síðastliðinn með ósk um andsvör á forsíðu Morgunblaðsins. Segir flokkurinn í orðsendingu til fjölmiðla að halda verði því til haga að þingmenn flokksins aðhyllist ekki leyndarhyggju um störf sín á þingi. „Helgi Hrafn hefur til að mynda ítrekað hvatt til þess að fundir fastanefnda verði haldnir í heyranda hljóði og munu þingmenn flokksins skýra og lýsa hugmyndum sínum enn frekar um opnari og gegnsærri þingstörf á komandi vikum,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Fyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins 20. maí síðastliðinn var „Píratar mæta verst“ en þingflokkurinn sagði hana efnislega ranga og óskaði eftir því að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins sem má lesa hér fyrir neðan:Á grundvelli 36. gr. fjölmiðlalaga óskar þingflokkur Pírata eftir að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins vegna rangrar fréttar og sér í lagi efnislega rangrar fyrirsagnar á forsíðu blaðsins í dag.Þar sem um fyrirsögn á forsíðu er að ræða er enn brýnna fyrir þingflokkinn að staðhæfing fyrirsagnarinnar verði leiðrétt með jafn áberandi hætti, það er, á forsíðu blaðsins og með sömu dreifingu og blað gærdagsins fékk.Fyrirsögnin „Píratar mæta verst“ á forsíðunni er efnislega röng enda mæta þingmenn Pírata ekki verst á fundi fastanefnda. Meðaltalsfundasókn þingmanna flokksins er 46.6 fundir og eru þingmenn flokksins ekki með lægsta meðaltal fundasóknar þegar lagðar eru saman þær tölur sem blaðið birtir á síðu 20. Þá hafa í það minnsta tólf þingmenn annarra flokka sótt færri nefndafundi en sá þingmaður Pírata sem er með lökustu mætingu.Í fréttinni segir einnig að Píratar skipi neðstu sætin í mætingu hjá sex af átta fastanefndum þingsins. Þetta er mikil skrumskæling á sannleikanum. Í fyrsta lagi eiga Píratar aðeins fast sæti í þremur af átta fastanefndum þingsins og rétt hefði verið að láta það fylgja fréttinni. Hið rétta er því að Píratar eru með slökustu mætingu í einni af fastanefndum sem þeir eiga sæti í; umhverfis- og samgöngunefnd. Þrátt fyrir að Jón Þór hafi einungis mætt á tvo af þrjátíu fundum nefndarinnar hefur hann mætt á 23 fundi í öðrum nefndum sem haldnir eru á sama tíma og fundir umhverfis og samgöngunefndar. Það gefur augaleið að Jón Þór getur ekki verið á tveimur stöðum í senn.Þrátt fyrir að mbl.is hafi brugðist ágætlega við tilkynningu þingflokksins í kjölfar fréttarinnar í dag, verður ekki litið framhjá þeim röngu staðhæfingum sem fram koma á forsíðu blaðsins.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira