Þingflokkur Pírata sakar Morgunblaðið um að skrumskæla sannleikann Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2015 14:35 Þingflokkur Pírata vísir/vilhelm Vegna áframhaldandi fréttaflutnings Morgunblaðsins, af mætingu þingmanna Pírata á nefndafundi, vill þingflokkur Pírata í nafni gegnsæis birta bréfið sem þingflokkurinn sendi ritstjórn Morgunblaðisins 20. maí síðastliðinn með ósk um andsvör á forsíðu Morgunblaðsins. Segir flokkurinn í orðsendingu til fjölmiðla að halda verði því til haga að þingmenn flokksins aðhyllist ekki leyndarhyggju um störf sín á þingi. „Helgi Hrafn hefur til að mynda ítrekað hvatt til þess að fundir fastanefnda verði haldnir í heyranda hljóði og munu þingmenn flokksins skýra og lýsa hugmyndum sínum enn frekar um opnari og gegnsærri þingstörf á komandi vikum,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Fyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins 20. maí síðastliðinn var „Píratar mæta verst“ en þingflokkurinn sagði hana efnislega ranga og óskaði eftir því að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins sem má lesa hér fyrir neðan:Á grundvelli 36. gr. fjölmiðlalaga óskar þingflokkur Pírata eftir að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins vegna rangrar fréttar og sér í lagi efnislega rangrar fyrirsagnar á forsíðu blaðsins í dag.Þar sem um fyrirsögn á forsíðu er að ræða er enn brýnna fyrir þingflokkinn að staðhæfing fyrirsagnarinnar verði leiðrétt með jafn áberandi hætti, það er, á forsíðu blaðsins og með sömu dreifingu og blað gærdagsins fékk.Fyrirsögnin „Píratar mæta verst“ á forsíðunni er efnislega röng enda mæta þingmenn Pírata ekki verst á fundi fastanefnda. Meðaltalsfundasókn þingmanna flokksins er 46.6 fundir og eru þingmenn flokksins ekki með lægsta meðaltal fundasóknar þegar lagðar eru saman þær tölur sem blaðið birtir á síðu 20. Þá hafa í það minnsta tólf þingmenn annarra flokka sótt færri nefndafundi en sá þingmaður Pírata sem er með lökustu mætingu.Í fréttinni segir einnig að Píratar skipi neðstu sætin í mætingu hjá sex af átta fastanefndum þingsins. Þetta er mikil skrumskæling á sannleikanum. Í fyrsta lagi eiga Píratar aðeins fast sæti í þremur af átta fastanefndum þingsins og rétt hefði verið að láta það fylgja fréttinni. Hið rétta er því að Píratar eru með slökustu mætingu í einni af fastanefndum sem þeir eiga sæti í; umhverfis- og samgöngunefnd. Þrátt fyrir að Jón Þór hafi einungis mætt á tvo af þrjátíu fundum nefndarinnar hefur hann mætt á 23 fundi í öðrum nefndum sem haldnir eru á sama tíma og fundir umhverfis og samgöngunefndar. Það gefur augaleið að Jón Þór getur ekki verið á tveimur stöðum í senn.Þrátt fyrir að mbl.is hafi brugðist ágætlega við tilkynningu þingflokksins í kjölfar fréttarinnar í dag, verður ekki litið framhjá þeim röngu staðhæfingum sem fram koma á forsíðu blaðsins. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Vegna áframhaldandi fréttaflutnings Morgunblaðsins, af mætingu þingmanna Pírata á nefndafundi, vill þingflokkur Pírata í nafni gegnsæis birta bréfið sem þingflokkurinn sendi ritstjórn Morgunblaðisins 20. maí síðastliðinn með ósk um andsvör á forsíðu Morgunblaðsins. Segir flokkurinn í orðsendingu til fjölmiðla að halda verði því til haga að þingmenn flokksins aðhyllist ekki leyndarhyggju um störf sín á þingi. „Helgi Hrafn hefur til að mynda ítrekað hvatt til þess að fundir fastanefnda verði haldnir í heyranda hljóði og munu þingmenn flokksins skýra og lýsa hugmyndum sínum enn frekar um opnari og gegnsærri þingstörf á komandi vikum,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Fyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins 20. maí síðastliðinn var „Píratar mæta verst“ en þingflokkurinn sagði hana efnislega ranga og óskaði eftir því að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins sem má lesa hér fyrir neðan:Á grundvelli 36. gr. fjölmiðlalaga óskar þingflokkur Pírata eftir að koma að andsvörum á forsíðu Morgunblaðsins vegna rangrar fréttar og sér í lagi efnislega rangrar fyrirsagnar á forsíðu blaðsins í dag.Þar sem um fyrirsögn á forsíðu er að ræða er enn brýnna fyrir þingflokkinn að staðhæfing fyrirsagnarinnar verði leiðrétt með jafn áberandi hætti, það er, á forsíðu blaðsins og með sömu dreifingu og blað gærdagsins fékk.Fyrirsögnin „Píratar mæta verst“ á forsíðunni er efnislega röng enda mæta þingmenn Pírata ekki verst á fundi fastanefnda. Meðaltalsfundasókn þingmanna flokksins er 46.6 fundir og eru þingmenn flokksins ekki með lægsta meðaltal fundasóknar þegar lagðar eru saman þær tölur sem blaðið birtir á síðu 20. Þá hafa í það minnsta tólf þingmenn annarra flokka sótt færri nefndafundi en sá þingmaður Pírata sem er með lökustu mætingu.Í fréttinni segir einnig að Píratar skipi neðstu sætin í mætingu hjá sex af átta fastanefndum þingsins. Þetta er mikil skrumskæling á sannleikanum. Í fyrsta lagi eiga Píratar aðeins fast sæti í þremur af átta fastanefndum þingsins og rétt hefði verið að láta það fylgja fréttinni. Hið rétta er því að Píratar eru með slökustu mætingu í einni af fastanefndum sem þeir eiga sæti í; umhverfis- og samgöngunefnd. Þrátt fyrir að Jón Þór hafi einungis mætt á tvo af þrjátíu fundum nefndarinnar hefur hann mætt á 23 fundi í öðrum nefndum sem haldnir eru á sama tíma og fundir umhverfis og samgöngunefndar. Það gefur augaleið að Jón Þór getur ekki verið á tveimur stöðum í senn.Þrátt fyrir að mbl.is hafi brugðist ágætlega við tilkynningu þingflokksins í kjölfar fréttarinnar í dag, verður ekki litið framhjá þeim röngu staðhæfingum sem fram koma á forsíðu blaðsins.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira