Innlent

Börðust við sinueld í Súðavíkurhreppi

Slökkviliðsmenn berjast við sinueld. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Slökkviliðsmenn berjast við sinueld. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. VÍSIR/VALLI
Slökkviliðsmenn frá fjórum umdæmum tókust á við sinueld í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp í nótt.

Ekki var um mikinn eld að ræða að sögn Hermanns Hermannssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á Ísafirði, en hann segir aðstæður þó hafa verið erfiðar. Eldurinn kom upp fjarri byggð og því þurfti flytja mannskap og vatn langar leiðir. Þar koma þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, að góðum notum. Um miðnætti tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Enginn hús voru í hættu en eldur komst í skógrækt á Birnustöðum. Hermann segir í samtali við fréttastofu að sinueldar séu fátíðir á svæðinu en síðast kviknaði í á sama stað fyrir þremur árum. Þá var um íkveikju að ræða en ekki er vitað fyrir víst hvað olli brunanum í nótt. Hermanna bendir þó á að eldurinn kom upp undir raflínu. Málið er til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×