Innlent

Annasöm nótt hjá lögreglu: Umferðaróhöpp og erlendir sjómenn í fangageymslu

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni.
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni. VÍSIR
Í nokkru var að snúast hjá lögreglu í nótt og í gærkvöldi. En um klukkan níu var bifreið stöðvuð á Bústaðavegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka hafandi verið sviptur ökuréttindum og rangar sakargiftir en maðurinn gaf upp rangt nafn. Bíllinn reyndist ótryggur og númer því tekin af.

Og rétt uppúr klukkan ellefu í gær var tilkynnt um bíl sem ekið var á strætóskýli við Hamrahlíð.  Bílnum var síðan ekið af vettvangi og er ekki fundin. Í Hafnarfirði hafði lögregla afskipti af ungu pari sem var í bíl á bílastæði og var parið er grunað um neyslu og vörslu fíkniefna.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarvogi. Tvö ökutæki komu við sögu og er annar ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum. Engin meiðsl urðu á fólki.

Það var svo í gærkvöldi klukkan hálf-níu að ölvaður maður handtekinn við kaffihús í miðborginni. Maðurinn var að ónáða fólk og var hann færður á lögreglustöð þar sem hann var síðan vistaður í fangageymslu.

Fyrir vistun fundust fíkniefni í vasa mannsins ætluð fíkniefni.  Maðurinn er erlendur sjómaður og verður rætt við hann þegar ástand hans verður betra.

Og skömmu eftir miðnætti var ölvaður maður handtekinn við veitingahús í Miðborginni grunaður um líkamsárás.  Maðurinn sá er einnig erlendur sjómaður og var hann færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×