Innlent

Alelda fólksbíll í Vallahverfi

Vallahverfi í Hafnarfirði
Vallahverfi í Hafnarfirði VÍSIR
Þegar klukkan var að nálgast tvö í nótt var tilkynnt um logandi fólksbíl sem stóð við fjölbýlishús í Vallarhverfi Hafnarfirði. Talsmaður lögreglunnar segir að bíllinn hafi verið alelda þegar slökkvilið kom þar að og tók um klukkustund að slökkva eldinn.

Talsverður mökkur kom frá eldinum, bíll sem lagt var við hliðina skemmdist einnig og er málið nú í rannsókn. Slökkviliðið vill ekki fullyrða neitt um eldsupptök, hvort um íkveikju hafi verið að ræða eða annað, að svo stöddu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×