Innlent

Tvítugur á 185 á Reykjanesbraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum.
Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært rúmlega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 185 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90. kílómetrar á klukkustund. Þar var á ferðinni tæplega  tvítugur ökumaður með erlent ríkisfang. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Tveir ökumenn til viðbótar mældust á rúmlega 150 km. hraða, einnig á Reykjanesbraut. Þeirra bíður 150 þúsund króna sekt, verða sviptir ökuskírteininu í þrjá mánuði og fá 3 punkta á ökuferilsskrá sína.

Sá fjórði mældist á 146 km. hraða og reyndist hann vera ölvaður við aksturinn. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Þá hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum sem óku sviptir ökuréttindum og tveimur til viðbótar sem óku án öryggisbeltis og töluðu í farsíma við aksturinn.

Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af tæplega tutttugu bifreiðum sem annað hvort voru óskoðaðar eða  ótryggðar eða hvorutveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×