Innlent

Lögreglan á Akureyri leitar vitna

Árásin átti sér stað við BSO.
Árásin átti sér stað við BSO.
Lögreglan á Akureyri óskar eftir vitnum að líkamsárás við BSO, um klukkan 04.00 sunnudaginn sjöunda júní síðastliðinn.

„Þarna urðu einhver átök sem enduðu með því að karlmaður var sleginn í höfuðið með glerflösku," segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Akureyri í síma 444 2800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×