Lífið

„Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní“

Vísa þurfti fólki frá vegna kartöfluskorts.
Vísa þurfti fólki frá vegna kartöfluskorts. Vísir/NEJ
Reykavík Chips, veitingastaður þeirra Friðriks Dórs, Ólafs Arnalds, Arnars Dan Kristjánssonar og Hermanns Óla Davíðssonar sem sérhæfir sig í frönskum kartöflum, opnaði með pompi og prakt í dag á sjálfan Þjóðhátíðardaginn.

Eitthvað vanmátu þeir félagar eftirspurnina eftir frönskunum því allt kláraðist strax. Neyddust þeir því til að grípa til þess ráðs að loka staðnum í nokkrar klukkustundir meðan þeir öfluðu sér fleiri kartaflna.

Arnar Dan sagði í samtali við fréttastofu að selst hafi um átta hundruð skammtar á rúmum tveimur tímum og telur hann að trúlega um 800 til þúsund manns hafi sótt í franskarnar.  

„Það er náttúrulega bara geðveiki að opna á 17. júní,“ segir Arnar, þreyttur en sáttur.

Þeir fyrirhuga að opna staðinn aftur klukkan átta í kvöld og mun áhugafólki um franskar 

Kæru vinir. Þá er verkfallinu loksins lokið og allt klárt á Reykjavík Chips. Við ætlum að opna með stæl á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní og vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest! #reykjavikchips

Posted by Reykjavík Chips on Monday, 15 June 2015

Tengdar fréttir

Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní

Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×