Lífið

Reykjavík Chips opnar á morgun, 17. júní

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hermann Óli Davíðsson, Arnar Dan og Friðrik Dór.
Hermann Óli Davíðsson, Arnar Dan og Friðrik Dór.
Reykjavík Chips opnar á morgun, sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Eigendur staðarins eru þeir Friðrik Dór, Ólafur Arnalds, Arnar Dan Kristjánsson og Hermann Óli Davíðsson.

Eini rétturinn á matseðlinum verða franskar kartöflur, matreiddar samkvæmt belgískri hefð. „Þetta er mjög einfalt konsept. Þú færð þér franskar, velur sósu sem þú vilt ofan á og svo getur þú skolað þessu með drykk að eigin vali, hvort sem það er bjór, vatn eða gos,“ sagði Friðrik Dór í samtali við Vísi í apríl.

Sjá einnig: Friðrik Dór, Ólafur Arnalds og Arnar Dan opna frönskustað

Verkfallið hefur sett strik í reikninginn hjá þeim félögum en nú geta þeir loks opnað staðinn.

„Kæru vinir. Þá er verkfallinu loksins lokið og allt klárt á Reykjavík Chips. Við ætlum að opna með stæl á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní og vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest,“ segir á Facebook-síðu staðarins. 

Kæru vinir. Þá er verkfallinu loksins lokið og allt klárt á Reykjavík Chips. Við ætlum að opna með stæl á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní og vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest! #reykjavikchips

Posted by Reykjavík Chips on 15. júní 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×