Innlent

Gasblöðrur, kandíflos og hoppukastalar kættu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Fjölmenni var við hátíðarhöld víða í dag í tilefni dagsins. Börn skemmtu skemmtu sér vel og voru mörg sátt við að fá ferð í hoppukastala og kandíflos til hátíðarbrigða.

Þegar líða tók á daginn tók fólki í miðbænum að fjölga. Skátar leiddu skrúðgöngur frá skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveg og frá Hagatorgi niður í Hljómskálagarð og lúðrasveitir léku undir

Finna mátti leiktæki og hoppukastala víða í miðbænum sem vöktu mikla lukku meðal gesta. Brúðbíllinn vakti athygli barna sem fylgdust hugfangin með sýningu í Hallargarðinum.

Þá voru fornbílar áberandi í miðbænum í dag og við Ráðhúsið var haldin kraftakeppni. Þá voru leikarar frá Götuleikhúsinu áberandi í miðbænum. 

Bráðskemmtileg viðtöl við gesti og gangandi í miðbænum í dag má nálgast í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×