Innlent

Ísland endurheimti titilinn friðsælasta land í heimi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ísland þykir friðsælt.
Ísland þykir friðsælt. vísir/vilhelm
Ísland hefur endurheimt titilinn friðsælasta land í heimi. Í fyrra tók Danmörk fram úr okkur á Global Peace Index en skýrslan er unnin árlega af Intitute for Economics and Peace. Í næstu sætum á eftir okkur má finna Austurríki, Nýja Sjáland og Sviss.

Allar Norðurlandaþjóðirnar rata í efstu tuttugu sæti listans en Finnar eru í sjötta sæti, Svíar í því þrettánda og Norðmenn fjórum sætum neðar.

Neðsta sæti listans vermir Sýrland en skammt undan má finna Afghanistan, Írak og Suður-Súdan. Úkraína er næstneðst Evrópuþjóða í 150. sæti en nágrannarnir í austri, Rússland, eru tveimur sætum neðar rétt á undan Norður-Kóreu, Pakistan og Demókratíska lýðveldinu Kongó.

Í skýrslunni kemur fram að árlegur kostnaður þjóða heimsins af stríðsreksti nemi 14 billjónum dala eða tæplega 1.900 billjónum íslenskra króna. Sú upphæð er um 13,4 prósent af landsframleiðslu ríkja heimsins. Um málið er fjallað á vef The Telegraph.

Global Peace Index hefur verið gefin út árlega frá 2008. Meðal þess sem má lesa úr skýrslunni er að það sem af er þessum áratug hefur tala þeirra sem látist hefur í bardögum aukist um meira en 350 prósent. Árið 2010 féllu 49.000 í átökum um heiminn en í fyrra nam tala látinna 180.000. Stærstur hluti þeirra dauðsfalla átti sér stað í Afghanistan, Írak, Nígeríu, Pakistan og Sýrlandi.


Tengdar fréttir

Ísland er friðsælasta land í heimi

Ísland er friðsælasta land í heimi samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Þetta er í sjöunda sinn sem skýrslan er gefin út og í annað sinn sem Ísland trónir á toppnum. Skýrslan var síðast gefin út árið 2008 en þá var Ísland einnig friðsælast af þeim 162 löndum sem mæld voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×