Innlent

Lævísleg tölvuskeyti send á grunlausa einstaklinga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tölvupósturinn sem um ræðir.
Tölvupósturinn sem um ræðir.
Undanfarna daga hefur fyrirtækinu Microsoft á Íslandi borist fjöldi tilkynninga um lævísa svikalóma sem reyna nú að blekka Íslendinga og hafa að féþúfu með tölvubréfum merktum fyrirtækinu. Útlit er fyrir að íslenskur þýðandi hafi verið fenginn til að yfirfara bréfin, sem eru á lýtalausri íslensku.

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, biður fólk um að ýta ekki á hlekki í póstinum, því þeir gætu innihaldið vírusa.

Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, biður fólk um að smella ekki á tengla sem birtast í tölvubréfinu.
„Ég vil biðja fólk um að smella ekki á tengla í þessum pósti því með því gæti það verið að hleypa inn tölvuormum og vírusum sem gefa þessum óprúttnu aðilum aðgang að tölvu viðkomandi. Þá kemur manni á óvart hversu ófyrirleitnir þessir einstaklingar eru, en þarna eru vörumerkin okkar, myndir af fólk og allt á íslensku,“ segir hann.

Tölvubréfin koma frá netfanginu email@microsoft.microsoft.com og virðast þau vera í víðri dreifingu hér á landi. Póstinn fá þeir sem eru með svokallaðan LiveID aðgang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×