Innlent

Heslihnetur innkallaðar vegna myglu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Heslihnetukjarnar frá First Price í 200 gramma pakkningum.
Heslihnetukjarnar frá First Price í 200 gramma pakkningum.
Kaupás hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ákveðið að innkalla heslihnetukjarna merkta First Price, þar sem mygla fannst í vörunni. Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun.

Um er að ræða heslihnetukjarna í 200 gramma pakkningum með best fyrir dagsetinguna 08.09.2015. Vörurnar fást í Nóatúni, Austurveri og verslunum Krónunnar um land allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×