Innlent

550 þúsund króna sekt og sviptur ökuréttindum í tvö ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Ártúnsbrekkunni.
Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Ártúnsbrekkunni. vísir/daníel
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann til þess að greiða 550 þúsund krónur í sekt vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í tvö ár.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 45 daga fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt, en dómurinn var mildaður þar sem Hæstiréttur ómerkti annan dóm yfir manninum í dag. Hann kom þar af leiðandi ekki til athugunar við ákvörðun refsingar.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 5. október í fyrra ekið Mercedes Benz bifreið á 101 kílómetra hraða á klukkustund á Vesturlandsvegi, við Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Í blóði mannsins mældist svo áfengi, kókaín og kannabis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×