Innlent

Bara konur á fundi bæjarstjórnar Árborgar í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Efri röð frá vinstri, Sigríður J.Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Rósa Sif Jónsdóttir, ritari bæjarstjórnar. Í miðjunni frá vinstri eru þær Íris Böðvarsdóttir , Guðfinna Gunnarsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir. Í neðstu röðinni frá vinstri eru Sandra Dís Hafþórsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ásta Stefánsdóttir og Helga Þórey Rúnarsdóttir.
Efri röð frá vinstri, Sigríður J.Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Rósa Sif Jónsdóttir, ritari bæjarstjórnar. Í miðjunni frá vinstri eru þær Íris Böðvarsdóttir , Guðfinna Gunnarsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir. Í neðstu röðinni frá vinstri eru Sandra Dís Hafþórsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ásta Stefánsdóttir og Helga Þórey Rúnarsdóttir. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar sem sótti hátíðarfund bæjarstjórnar síðdegis var eingöngu skipuð konum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á morgun, 19. júní. Aðalmál fundarins var samþykki á yfirlýsingu um samstarf við lögregluna á Suðurlandi gegn heimilisofbeldi.

Í upphafi fundarins kynnti Rúnar Þór Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður samkomulagið og gerði síðan grein fyrir störfum Lögreglunnar á Suðurlandi þegar um heimilisofbeldi er annars vegar, auk þess að svara spurningum bæjarfulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×