Innlent

Lokanir hjá Reykjavíkurborg vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Birgir Olgeirsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán
Starfsmönnum Reykjavíkurborgar hefur verið gefið frí frá hádegi í dag vegna hátíðahalda í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan 12.00.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar lokar klukkan 12 en opið verður í símaverinu til 16.15.

Lokað verður hjá matvælaeftirliti, hundaeftirliti, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti en símavakt heilbrigðiseftirlitsins verður opin.

Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjóminjasafnið, Kjarvalsstaðir, Hafnarhús og Ásmundarsafn verða opin að venju.

Starfsfólk sorphirðunnar verður starfandi, ákveðinn hópur á hverfastöðvum, þeir sem sinna öryggisþjónustu s.s. umferðarljósaeftirlit ofl.

Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13.00-18.00

Sundlaugarnar verða opnar.

Skrifstofur Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu og í Höfðatorgi 12 – 14 verða lokaðar frá klukkan 12.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×