Innlent

Virti stöðvunarskyldu að vettugi og ók í veg fyrir annan

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Farþegi slasaðist í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Stekks og Reykjanesbraut í vikunni, en bíllinn sem hann var í var ekið frá stöðvunarskyldu út á Reykjanesbraut og í veg fyrir aðra bifreið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala. Bílarnir voru fjarlægðir af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá endaði bifreið ökumanns, sem sofnaði undir stýri, utan vegar austan við Grindavíkurveg. Bíllinn var óökufær eftir atvikið og var fjarlægður með dráttarbifreið.

Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að tólf ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast hafi ekið mældist á 143 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Brotin áttu sér stað ýmist á Reykjanesbraut eða Grindavíkurvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×